Árið 2021 stofnaði Anna Björk Árnadóttir viðburðarfyrirtækið Eventum en hún hafði þá unnið í viðburðarbransanum í tæplega áratug. Hún hefur einnig séð um nokkrar af stærstu árshátíðum landsins ásamt Sjómannadeginum í Reykjavík.

Árið 2021 stofnaði Anna Björk Árnadóttir viðburðarfyrirtækið Eventum en hún hafði þá unnið í viðburðarbransanum í tæplega áratug. Hún hefur einnig séð um nokkrar af stærstu árshátíðum landsins ásamt Sjómannadeginum í Reykjavík.

Fyrirtæki sem skipuleggja árshátíðir þurfa aftur á móti ferðaskrifstofuleyfi ef þau vilja einnig sjá um rútuferðir, flug eða gistingu, hvort sem það er innanlands eða erlendis.

Hugmyndin að Eventum Travel varð til eftir samstarf Önnu Bjarkar og Sólveigar í stjórn FKA þegar þær leigðu saman skrifstofu fyrir fyrirtæki sín. Anna Björk rak Eventum og Sólveig var með fjármálaráðgjafarfyrirtæki og í því rými varð til sú hugmynd að stofna ferðaþjónustufyrirtæki.

Þær sóttu síðan um ferðaskrifstofuleyfi síðasta haust og í apríl á þessu ári var farið í fyrstu árshátíðarferðina til Vilníusar í Litáen.

„Það fylgir rosaleg ábyrgð að fara með svona stóra hópa erlendis og við byggjum mikið á trausti og fagmennsku. Þegar við sækjum fólkið á fimmtudegi þá er ferðin byrjuð og við höldum utan um allan hópinn alveg þar til þau eru komin heim til sín,“ segir Sólveig.

Ferðir og árshátíðir af þessu tagi geta reynst mikið aukið álag á mannauðsstjóra og skemmtanastjóra sem þurfa stundum að sjá um allar bókanir og fyrirspurnir. Þau eru því oft í stanslausri vinnu meðan restin af hópnum er að skemmta sér.

Sólveig segir að það taki yfirleitt 10 til 12 mánuði að skipuleggja slíkar árshátíðarferðir og eru þær því nú að horfa mest fram á haustið 2025. Þær vilja einnig að boðið sé upp á ákveðinn lúxus í ferðunum og eru þær því duglegar að fara í könnunarleiðangra til að skoða mögulega áfangastaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.