Sjónvarpsstöðin Skjár 1 hefur útsendingar á ný í næstu viku eða 14. maí nk.. Stöðin mun sjónvarpa tveimur kvikmyndum á hverju kvöldi í línulegri dagskrá auk þess að veita aðgengi að kvikmyndunum í allt að sjö daga í hliðrænu viðmóti.

Í tilkynningu segir að allar kvikmyndir verði með íslenskum texta og verði sýndar í heild án auglýsingahlés. Sjónvarpsrásin verði aðgengileg öllum notendum sem hafi áskrift að grunnpakka nýrrar streymisveitu Skjá 1, sem nýlega hafi verið hleypt af stokkunum. Það að auki verði hægt að kaupa staka áskrift að stöðinni fyrir einungis 695 krónur á mánuði.

Ekki mun þurfa myndlykil til að horfa á stöðina þar sem dreifing fari eingöngu fram um  app sem hægt sé að hlaða niður í sjónvarpið, símann eða önnur snjalltæki.