Um­sagnar­ferli Sam­keppnis­eftir­litsins vegna kaupa Síldar­vinnslunnar á helmings­hlut í Ice Fresh Sea­food af Sam­herja er hafið en eftir­litið segir í til­kynningu að með kaupunum sé til­efni til að skoða sér­stak­lega tengsl fé­laganna tveggja.

Við­skiptin felast í sér að Síldar­vinnslan kaupir nú­verandi hluti Sam­herja fyrir 10,7 milljónir evra, sem sam­svarar rúm­lega 1,5 milljörðum króna, og hins vegar út­gáfu nýs hluta­fjár í Ice Fresh Sea­food að fjár­hæð 21,5 milljónir evra.

„Til­kynningar­skyldir sam­runar eiga sér stað sam­kvæmt sam­keppnis­lögum þegar breytingar verða á yfir­ráðum. Eitt af þeim at­riðum sem þarfnast nánari rann­sóknar í þessu máli eru tengsl Sam­herja og Síldar­vinnslunnar, bæði fyrir og eftir sam­runann, þar með talið hvaða á­hrif kaup Síldar­vinnslunnar og sam­eigin­leg yfir­ráð með Sam­herja í Ice Fresh Sea­food hafa í því sam­hengi,” segir í til­kynningu Sam­keppnis­eftir­litsins.

„Verður það því sér­stakt at­hugunar­efni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að myndast með kaupunum, að líta beri á fé­lögin sem eitt og sama fyrir­tækið (í sam­keppnis­rétti nefnt ein efna­hags­leg eining), þ. e. hvort sam­band þeirra sé svo náið að það jafn­gildi einni efna­hags­legri einingu en ekki sam­starfi sjálf­stæðra keppi­nauta,” segir þar enn fremur.

Fjár­festing SVN í Ice Fresh Sea­food nemur um 5 milljörðum króna en fé­lagið kaupir einnig fjögur er­lend fé­lög fyrir rúma 2 milljarða í við­skiptunum.

Sam­herja er eig­andi að 30,06% hlut í Síldar­vinnslunni og Þor­steinn Már Bald­vins­son, stjórnar­for­maður Síldar­vinnslunnar, er jafn­framt for­stjóri Sam­herja.

Sam­kvæmt til­kynningu fé­lagsins í haust vék Þor­steinn Már úr stjórn Síldar­vinnslunnar hf. við með­ferð málsins og kom ekki að á­kvörðunar­töku vegna þess.

Sam­keppnis­eftir­litið hefur áður fjallað um tengsl milli Síldar­vinnslunnar og Sam­herja, m. a. í á­kvörðunum árið 2021 og 2022 þar sem eftir­litinu er gerð grein fyrir stjórnunar-, eignar- og við­skipta­tengslum milli Síldar­vinnslunnar og Sam­herja, á­samt Gjögur hf./Kjálka­nesi hf.

„Hafa þessi at­riði verið talin veita vís­bendingu um að stofnast hafi mögu­lega til yfir­ráða yfir Síldar­vinnslunni um­fram það sem áður hefur komið fram í til­kynningum til Sam­keppnis­eftir­litsins. Ekki hefur hins vegar verið talin þörf á því að leiða þetta til lykta í fyrri sam­runa­málum,“ segir í til­kynningu frá eftir­litinu.