Fasteignafélagið Eik er nú með til skoðunar hvernig skrifstofuhúsnæði í Kvosinni sem leigt hefur verið til Landsbankans verði nýtt til framtíðar.
Landsbankinn flytur senn í nýjar 16.500 fermetra höfuðstöðvar. við Austurbakka.
Í uppgjöri Eikar kemur fram að þróunarvinna standi yfir þar sem líkur séu á að nýtingu eignanna verði breytt. Nokkrir möguleikar komi til greina en m.a. sé þörf á að fá leyfi frá Reykjavíkurborg á endanlegri tillögu.
Meðal þess sem kemur til greina er að opna gönguleiðir milli bygginganna sem næði á milli Austurstrætis, Hafnarstrætis og Tryggvagötu með innigörðum.
„Við brottför Landsbankans úr Kvosinni skapast mikil tækifæri til þróunar á reitnum. Ein hugmynd er að opna gönguleiðir í gegnum byggingarnar og hafa innigarða,” segir í uppgjörinu.