Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, segir erfiðar markaðsaðstæður vera „langstærsta“ ástæðan fyrir því að ekki fékkst full eftirspurn í hlutafjárútboði hótelkeðjunnar. Fagfjárfestar hafi ekki tekið jafn mikinn þátt og vonast var eftir.

Íslandshótel tilkynntu í gærkvöldi að stjórn og hluthafar félagsins hefðu ákveðið að falla frá hlutafjárútboði félagsins og þar með skráningu á aðalmarkað Kauphallarinnar. Félagið hafði stefnt að því að selja tæplega 13 milljarða króna hlut í útboðinu, sem lauk í gær, en fjárfestar skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti ríflega 8 milljarðar króna.

„Markaðir eru bara mjög erfiðir,“ segir Davíð Torfi í samtali við Viðskiptablaðið. „Við fundum fyrir miklum áhuga á félaginu og miklum áhuga frá almenningi. Allt ferlið gekk mjög vel. Svo er það bara þannig, eins og við vissum, að markaðir eru búnir að vera erfiðir. Við vildum samt láta reyna á þetta en þetta gekk ekki eftir.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði