Þegar við skoðuðum Kerecis fyrst urðum við vör við einstaka tækni sem er mjög öflug á klínísku hliðinni, með sterka einkaleyfisvernd og við teljum að vaxtaferli fyrirtækisins sé aðeins rétt að byrja. Kerecis hefur möguleikann á að verða leiðandi á sviði sárameðferða. Þessi tækni einfaldlega virkar og það er okkar hlutverk núna að dreifa henni um heiminn,“ segir Kristian Villumsen, forstjóri Coloplast, sem var staddur á þingi Hringborðs Norðurslóða í lok síðustu viku.

Þegar við skoðuðum Kerecis fyrst urðum við vör við einstaka tækni sem er mjög öflug á klínísku hliðinni, með sterka einkaleyfisvernd og við teljum að vaxtaferli fyrirtækisins sé aðeins rétt að byrja. Kerecis hefur möguleikann á að verða leiðandi á sviði sárameðferða. Þessi tækni einfaldlega virkar og það er okkar hlutverk núna að dreifa henni um heiminn,“ segir Kristian Villumsen, forstjóri Coloplast, sem var staddur á þingi Hringborðs Norðurslóða í lok síðustu viku.

Blaðamaður ræddi við Kristian og Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra Kerecis, um 180 milljarða króna yfirtöku Coloplast á Kerecis sem gengið var formlega frá í lok ágúst.

Kristian hefur starfað í stjórnendateymi Coloplast undanfarin 15 ár og þar af sem forstjóri frá árslokum 2018. Hann segir að í gegnum 65 ára sögu félagsins hafi það að mestu lagt áherslu á og vaxið með innri vexti – þó með ákveðnum undantekningum, þar á meðal nærri hálfs milljarðs dala kaupum á þvagfæralækningasviði Mentor árið 2006.

Með Strive25, yfirlýstum vaxtaráformum til fimm ára sem félagið kynnti árið 2020, sagðist Coloplast ætla að horfa í auknum mæli til samruna og yfirtaka til að bæta vaxtarhorfur til meðallangs og langs tíma.

Síðan þá hefur félagið ráðist í þrjár yfirtökur; Nine Continents Medical (þróar lausnir fyrir ofvirkar þvagblöðrur) fyrir um 20 milljarða íslenskra króna árið 2020, sænska félagið Atos Medical (framleiðir stoðvörur fyrir fólk með stóma á hálsi eftir brottnám barkakýlis) fyrir yfir 300 milljarða íslenskra króna árið 2021, og nú síðast Kerecis í sumar fyrir 180 milljarða króna. Frekari yfirtökur eru ekki á teikniborðinu hjá Coloplast að svo stöddu.

„Við höfðum skoðað yfir hundrað tækifæri en vorum yfirleitt ekki sannfærðir um tæknina, vaxtartækifærin eða hvernig viðkomandi félag myndi passa inn í samstæðuna okkar,“ segir Kristian um aðdraganda þess að Coloplast bauð í Kerecis. „Það var ekki fyrr en við kynntumst Guðmundi Fertram, Kerecis-tækninni og sögu félagsins sem við urðum virkilega spennt.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun um Coloplast og Kerecis í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast viðtalið við Kristian og Guðmund Fertram í heild sinni hér.