Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við braggann í Nauthólsvík hljóðaði upp á 158 milljónir króna en í dag er hann kominn í 415 milljónir og verkinu er ekki enn lokið. Fyrst var greint frá braggamálinu í sjónvarpsfréttum RÚV sunnu daginn 2. september. Málið hefur síðan undið upp á sig. Í síðustu viku kom í ljós að kostnaður við náðhús braggans væri kominn í 46 milljónir og í fyrradag var sagt frá því að borgaryfirvöld hefðu keypt höf undarréttarvarinn dúnmel á ríflega 750 þúsund og gróðursett á lóðinni við braggann.
„Líkist helst dúnmel“
Dúnmelur er strá, sem er bæði líkt og skylt melgresinu sem úti um allt land. Á vef Náttúrufræðistofnun ar Íslands er að finna þessa grein ingu á melgresi: „Líkist helst dún mel en efri hluti stönguls dúnmels er loðinn.“ Enn fremur kom fram í frétt á mbl.is að dúnmelur væri á skrá Náttúruverndastofnunar yfir svartlistaðar tegundir. Er það vegna þess hversu ágeng tegundin getur verið.
Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna mun í dag leggja fram tillögu í borgarráði um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinni heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans fól í sér. Dagur B . Eggertsson borgarstjóri upplýsti þetta í færslu á Facebook í gær. „Endurgerð húsanna og braggans í Nauthólsvík er alvarlegt dæmi um framkvæmd sem fer langt fram úr áætlun,“ skrifaði Dagur.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir þetta mál sé „skólabókardæmi um óstjórn og sóun".
„Við höfum séð stór verkefni fara illa hjá borginni en þetta er mál sem fólk skilur,“ segir Eyþór. „Þrátt fyrir að það hafi logað aðvörunarljós inni í stjórnkerfinu þá var ekkert gert. Nú er komið í ljós að innkauparáð borgarinnar hafði beðið um skýringar á útgjöldum vegna framkvæmdanna í meira en eitt ár og beðið eftir svörum frá borgarlögmanni, sem hafa ekki enn borist. Þetta er hægt að sjá í fundargerðum innkauparáðs.“
Ákall innkauparáðs
Eyþór segir að Dagur B . Eggertsson hafi sjálfur skrifað undir samning um endurbætur á bragganum fyrir tveimur til þremur árum.
„Hann sér sjálfur í borgarráði ákall innkauparáðs um skýringar og er með skrifstofu við hliðina á borgarlögmanni. Samt sem áður svarar hvorki hann né borgarlögmaður fyrirspurnum innkauparáðs. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins samkvæmt lög um og þar með ábyrgur fyrir framkvæmdunum enda skrifaði hann sjálfur undir samninginn. Það að koma núna og biðja um skýringar sem hann á sjálfur að vita er ekki stórmannlegt.“
Að sögn Eyþórs þá er þetta mjög erfitt mál fyrir meirihlutann í borgarstjórn. „Hann á bara að viður kenna þetta og segja „þetta var klúður og þetta gerðist á okkar vakt“ í staðinn fyrir að reyna að snúa sig út úr þessu.“
Spurður hvort einhver muni taka ábyrgð á þessu máli svarar Eyþór: „Það kemur í ljós. Ef pólitíkin eða framkvæmdastjórinn tekur ekki ábyrgð þá held ég að kjósendur vilji ekki sjá hann áfram í starfi. Menn verða að bera ábyrgð á því starfi sem þeir eru í.“