Framleiðslufyrirtækið Skot Productions hagnaðist um 35,2 milljónir króna árið 2021 en til samanburðar hagnaðist félagið um 31,5 milljónir árið áður.
Tekjur félagsins af framleiðslu námu 406 milljónum á árinu og jukust um 11,5% milli ára. Rekstrargjöld námu 362 milljónum, þar af nam framleiðslukostnaður 279 milljónum króna. Heildareignir námu 114 milljónum í lok árs og var eigið fé jákvætt um 76 milljónir.
Félagið greiddi 30 milljónir króna í arð á árinu. Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona og Hlynur Sigurðsson eiga 33,33% hlut í fyrirtækinu hvor um sig. Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson, sem mynda leikstjórateymið Samuel&Gunnar, eiga auk þess hlut í félaginu.
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 1. september.