Skráð atvinnuleysi var 3,9% í maí og lækkaði um 0,6 prósentur frá fyrri mánuði. Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 812 frá því í maí. Að meðaltali voru 7.717 atvinnulausir í síðasta mánuði samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Hún spáir því að atvinnuleysi fari áfram minnkandi og verði á bilinu 3,5%-3,8% í júní.
„Alls staðar dró úr atvinnuleysi í maí, mest hlutfallslega á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum og að meðaltali fækkaði atvinnulausum á bilinu 10% til 14% annars staðar,“ segir í mánaðarlegu samantekt stofnunarinnar.
Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum en lækkaði þó úr 7,6% í 6,6% á milli á mánaða. Næst mest var atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu og minnkaði úr 4,7% í apríl.
Í maí 2022 gaf Vinnumálastofnun út 381 atvinnuleyfi til erlendra ríkisborgara til að starfa hér á landi, þar af 283 á höfuðborgarsvæðinu. Af útgefnum leyfum voru 267 til nýrra erlenda ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði og 114 leyfi voru framlengd.
Mynd tekin frá Vinnumálastofnun.