Bláa lónið stefnir að því að flytja skrifstofur stoðsviða félagsins í Urriðaholtið í Garðabænum. Undir stoðsvið falla fjármála-, upplýsingatækni-, rekstrar- og sölusvið ásamt markaðs- og mannauðssviði. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins undir liðnum helstu áherslur árið 2022.

Í frétt á heimasíðu Urriðaholts í lok síðasta árs segir að skrifstofur Bláa lónsins verði á efri hæðum í „Húsinu í hverfinu“ að Urriðaholtsstræti 2-4. Í húsnæðinu mun einnig opna veitingastaður og matvörubúð á jarðhæð.

Bláa lónið segir að með því að flytja skrifstofur stoðsviða félagsins verði hægt að nýta húsakostinn í Svartsengi undir þjónustu við gesti. Þá búa um 75% af starfsmönnum á stoðsviðunum á höfuðborgarsvæðinu.

Bláa lónið stefnir að því að flytja skrifstofur stoðsviða félagsins í Urriðaholtið í Garðabænum. Undir stoðsvið falla fjármála-, upplýsingatækni-, rekstrar- og sölusvið ásamt markaðs- og mannauðssviði. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins undir liðnum helstu áherslur árið 2022.

Í frétt á heimasíðu Urriðaholts í lok síðasta árs segir að skrifstofur Bláa lónsins verði á efri hæðum í „Húsinu í hverfinu“ að Urriðaholtsstræti 2-4. Í húsnæðinu mun einnig opna veitingastaður og matvörubúð á jarðhæð.

Bláa lónið segir að með því að flytja skrifstofur stoðsviða félagsins verði hægt að nýta húsakostinn í Svartsengi undir þjónustu við gesti. Þá búa um 75% af starfsmönnum á stoðsviðunum á höfuðborgarsvæðinu.