Tugir starfsmanna á skrifstofu ByteDance, móðurfyrirtækis TikTok, í Singapúr hafa verið lagðir inn á spítala vegna matareitrunar. Heilbrigðisráðuneyti Singapúr segir að hátt í 60 starfsmenn hafi fengið matareitrun.
Í tilkynningu frá ByteDance segir að fyrirtækið sé að rannsaka hvað olli matareitruninni en ekkert mötuneyti er á skrifstofunni og notast fyrirtækið við matarsendingar frá þriðja aðila.
Hátt í sautján sjúkrabílar voru sendir út til byggingarinnar í viðskiptaúthverfi Singapúr þar sem skrifstofan er staðsett.
„Matvælafyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum til að framfylgja góðum matvælaöryggisvenjum. SFA mun ekki hika við að grípa til aðgerða gegn matvælafyrirtækjum sem vanrækja reglur,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun Singapúr.