Afar ró­legt var á skulda­bréfa­markaði í morgun eftir að Bjarni Bene­dikts­son for­sætis­ráð­herra gekk á fund Höllu Tómas­dóttur for­seta Ís­lands og lagði fram þing­rof­s­til­lögu.

Verð­bólgu­á­lag til skamms tíma lækkaði sára­lítið er á­vöxtunar­krafa á verð­tryggða flokknum RIKS 26, sem er með gjald­daga í byrjun febrúar 2026, fór niður um 17 punkta í morgun.

Á­vöxtunar­krafan hafði þó hækkað í lok dags á föstu­daginn þegar titringur kom fram um mögu­leg stjórnar­slit um helgina.

Afar ró­legt var á skulda­bréfa­markaði í morgun eftir að Bjarni Bene­dikts­son for­sætis­ráð­herra gekk á fund Höllu Tómas­dóttur for­seta Ís­lands og lagði fram þing­rof­s­til­lögu.

Verð­bólgu­á­lag til skamms tíma lækkaði sára­lítið er á­vöxtunar­krafa á verð­tryggða flokknum RIKS 26, sem er með gjald­daga í byrjun febrúar 2026, fór niður um 17 punkta í morgun.

Á­vöxtunar­krafan hafði þó hækkað í lok dags á föstu­daginn þegar titringur kom fram um mögu­leg stjórnar­slit um helgina.

Sam­kvæmt sér­fræðingum á skulda­bréfa­markaði sem Við­skipta­blaðið ræddi við eru fjár­festar fremur ró­legir í dag og verið er að melta fregnir gær­dagsins.

Verð­bólgu­væntingar gætu aukist með tímanum sem og önnur „ó­vissu­-á­lög“ þar sem erfitt er að sjá hvernig ríkis­stjórn tekur við fyrir lok árs.

Sam­kvæmt við­mælendum blaðsins snýr stærsta upp­námið að því hvað verður um sölu Ís­lands­banka en ef ekki verður af henni er stórt gat í fjár­mögnun ríkis­sjóðs.

Fyrr­nefndar hreyfingar á stutta verð­tryggða bréfinu eru einnig að ein­hverju leyti tengdar upp­töku kíló­metra­gjalds og hvort eða hvernig slíkt gjald verður reiknað í vísi­tölu neyslu­verðs.

Eins og staðan er núna reikna skulda­bréfa­fjár­festar með því að gjaldið um­reiknist ekki í vísi­tölu neyslu­verðs en ef það helst kemur stór verð­hjöðnunar­mánuður í verð­bólgu­mælingar í janúar.

Ef gjaldið verður þó hluti af vísi­tölunni og verð­hjöðnun kemur ekki má búast við því að það verði nei­kvætt fyrir stutt verð­tryggð skulda­bréf.