Hertz bílaleigan þarf að greiða skuldabréfafjárfestum um 270 milljóna dala vaxtagreiðslu sem hefðu mátt átt von á áður en bílaleigan fór í greiðslustöðvun árið 2021.
Höfuðstóll skuldarinnar var greiddur að fullu en samkvæmt dómstóli í New York þurfti bílaleigan að greiða vextina einnig.
Endurskipulagning Hertz eftir greiðslustöðvunina gekk vonum framar en hluthafar fengu greiddan út 1,1 milljarð dala er bílaleigan var seld til hóps einkafjárfesta.
Skuldabréfaeigendur töldu sig þó hlunnfarna í viðskiptunum.
Að mati dómsins var hluthöfum hampað á kostnað kröfuhafa sem höfðu þó fengið 2,7 milljarða dala greidda út við endurskipulagninguna.
Talsmaður Hertz sagði í samtali við Reuters eftir dóminn að bílaleigan væri ósammála niðurstöðunni og væri að íhuga áfrýjun.
Lögmenn Hertz töldu dóminn fara á svig við lög um gjaldþrotaskipti í Bandaríkjunum þar sem nægi að greiða höfuðstól skuldar en kröfuhafar megi ekki vænta þess að vextir haldi áfram að safnast eftir að sótt er um greiðslustöðvun.
Dómurinn sagði málið þó ólíkt öðrum málum að því leyti að það var „nægt fé til skiptanna.“