Fjárfestar í Bandaríkjunum óttast að 850 milljarða Bandaríkjadala skuldabréfaútboð ríkisins, sem var slegið á frest á meðan samið var um skuldaþak ríkisins, muni valda titringi á markaðnum vestanhafs.
Skuldabréfaútboðið er hafið og mun standa yfir fram í september á þessu ári en óttast er að magnið af skuldabréfum muni kæfa markaðinn og hækka kostnað skammtímalána, samkvæmt greiningaraðilum JPMorgan.
Samkvæmt The Wall Street Journal búast þó ekki margir við því að markaðurinn fari á hliðina við skuldabréfaútboðið en óttast er að ófyrirsjáanlegar afleiðingar muni valda einhverjum titringi.
Í því samhengi horfa fjárfestar til þess þegar peningamarkaðurinn rauk upp árið 2019 á sama tíma og greiðslugeta var lág.
Fjárfestar í Bandaríkjunum óttast að 850 milljarða Bandaríkjadala skuldabréfaútboð ríkisins, sem var slegið á frest á meðan samið var um skuldaþak ríkisins, muni valda titringi á markaðnum vestanhafs.
Skuldabréfaútboðið er hafið og mun standa yfir fram í september á þessu ári en óttast er að magnið af skuldabréfum muni kæfa markaðinn og hækka kostnað skammtímalána, samkvæmt greiningaraðilum JPMorgan.
Samkvæmt The Wall Street Journal búast þó ekki margir við því að markaðurinn fari á hliðina við skuldabréfaútboðið en óttast er að ófyrirsjáanlegar afleiðingar muni valda einhverjum titringi.
Í því samhengi horfa fjárfestar til þess þegar peningamarkaðurinn rauk upp árið 2019 á sama tíma og greiðslugeta var lág.
„Þegar þú losar svona mikla skuld inn á markaðinn veldur það röskun,“ segir Jon Maier, forstöðumaður fjárfestinga hjá Global X.
Markaðurinn rólegur enn sem komið er
Markaðurinn vestanhafs hefur verið tiltölulega rólegur upp á síðkastið. S&P 500 vísitalan hefur hækkað um 12% það sem af er ári sem byggist að mestu leysti á seigum vinnumarkaði sem heldur áfram að fjölga störfum ásamt gríðarlegri hækkun tæknifyrirtækja á markaði.
Á sama tíma sjá fjárfestar fyrir endann á stýrivaxtahækkunum seðlabanka Bandaríkjanna.
Besta leiðin til að sjá hvort markaðurins óttist að hlutabréf séu á niðurleið er að skoða Cboe Volatility vísitöluna. Vísitalan mælir verð á kaupréttum sem fjárfestar kaupa í til að verja sig fyrir lækkun hluabréfa, en vísitalan er í sögulegri lægð eins og staðan er núna.