Skulda­bréfa­vafningum með út­lánum (e. colla­tera­lised loan obligations) hefur fjölgað með sögu­legum hraða í Evrópu í ár en fjár­festar eru sí­fellt að sækjast eftir betri á­vöxtun.

Bankar í Evrópu gáfu út skulda­bréfa­vafninga fyrir 22,7 milljarða evra á fyrstu fimm mánuðum ársins, sam­kvæmt gögnum frá Bank of America en Financial Times greinir frá.

Skulda­bréfa­vafningur er fjár­mála­gerningur með það að mark­miði að mæta greiðslu­falls­á­hættu sem út­lána­aðili stendur frammi fyrir vegna greiðslu­falls mót­aðila.

Skulda­bréfa­vafningum með út­lánum (e. colla­tera­lised loan obligations) hefur fjölgað með sögu­legum hraða í Evrópu í ár en fjár­festar eru sí­fellt að sækjast eftir betri á­vöxtun.

Bankar í Evrópu gáfu út skulda­bréfa­vafninga fyrir 22,7 milljarða evra á fyrstu fimm mánuðum ársins, sam­kvæmt gögnum frá Bank of America en Financial Times greinir frá.

Skulda­bréfa­vafningur er fjár­mála­gerningur með það að mark­miði að mæta greiðslu­falls­á­hættu sem út­lána­aðili stendur frammi fyrir vegna greiðslu­falls mót­aðila.

Systur-varan vinsæl fyrir hrun

Í raun­veru­leikanum er þó um að ræða fjölda lána í rusl­flokki sem eru pökkuð saman í vafning sem hækkar láns­hæfis­matið og fjár­festar kaupa svo hlut.

Skulda­bréfa­vafningar með blönduðum eignum og út­lánum (e. colla­tera­lized debt obligation) voru gríðar­lega vin­sæl tegund skulda­af­leiða í Banda­ríkjunum fyrir hrun en nú virðist ná­skyldi fjár­mála­gerningurinn, CLO, vera að ná festu í Evrópu.

Sam­kvæmt gögnum Bank of America er út­gáfan á Evrópu­markaði, sem er mun minni en Banda­ríkja­markaður, að nálgast met Banda­ríkjanna frá 2021 þegar banda­rískir bankar gáfu út skulda­bréfa­vafninga með út­lánum (CLO) fyrir 39 milljarða evra.

Í apríl­mánuði hækkaði Deutsche Bank spá sína fyrir heildar­út­gáfu á skulda­bréfa­vafningum í Evrópu um 10 milljarða evra og telur greiningar­deild bankans að út­gáfan verið um 37 milljarðar í ár.

Barcla­ys, Morgan Stanl­ey og Bank of America hafa einnig hækkað spá sína en flestir bankar í Evrópu voru sann­færðir um að það yrði lítill markaður fyrir skulda­bréfa­vafninga í ár.