Skuldatryggingaálagið (CDS) á Grikkland hækkaði mikið í febrúar. Síðustu 7 daga hefur álagið á 5 ára skuldabréf ríkissjóðs Gríkklands hækkað úr 942 í 1.031, eða um 89 punkta. Álagið hefur ekki verið hærra í tvo mánuði.

Efasemdaraddir um að Grikkland geti staðið við skuldbindingar sínar hafa vaknað að nýju eftir að hafa farið lágt síðustu vikurnar. Ef áætlun grískra stjórnvalda, AGS og ESB gengur eftir mun landið skulda 158% af landsframleiðslu. Margir sérfræðingar telja að landið ráði ekki við svo miklar skuldir.

Álagið á skuldir ríkissjóðs Íslands hafa þokast niður á við.

Álagið á skuldir íslenska ríkisins sem hefur lækkað um 7 punkta frá því fyrir viku síðan og er nú 242. Lægst hefur það farið í 224 á þessu ári. Álagið á skuldir Spánar er 240 og því nánast það sama og Ísland.

Álagið á Írland hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarnar vikur en álagið á Portúgal hefur risið umtalsvert, úr 465 í 492, eða um 27 punkta.

Skuldatryggingarálag á Ísland og nokkurra evrulanda.
Skuldatryggingarálag á Ísland og nokkurra evrulanda.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Stækka má myndina með því að smella á hana.