Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri sveitar­fé­lagsins Ár­borgar nema skuldir A og B hluta 29,7 milljörðum króna þar af nema skuldir A – hluta 29,2 milljörðum króna.

Sé skuldum deilt á íbúa Ár­borgar eru þær um 2,5 milljónir króna á hvern íbúa en þær hafa aukist um 140% frá árinu 2010.

Stærstur hluti skulda sveitar­fé­lagsins eru lang­tíma­skuldir við lána­stofnanir en þær nema um 18,2 milljörðum króna. Skamm­tíma­skuldir sveitar­fé­lagsins eru um 8,1 milljarðar króna.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri sveitar­fé­lagsins Ár­borgar nema skuldir A og B hluta 29,7 milljörðum króna þar af nema skuldir A – hluta 29,2 milljörðum króna.

Sé skuldum deilt á íbúa Ár­borgar eru þær um 2,5 milljónir króna á hvern íbúa en þær hafa aukist um 140% frá árinu 2010.

Stærstur hluti skulda sveitar­fé­lagsins eru lang­tíma­skuldir við lána­stofnanir en þær nema um 18,2 milljörðum króna. Skamm­tíma­skuldir sveitar­fé­lagsins eru um 8,1 milljarðar króna.

Sveitar­fé­lagið hefur verið að vinna að erfiðum hag­ræðingar­að­gerðum síðast­liðna mánuði til að reyna snúa rekstrinum við. Á árunum 2016-2021 fjölgaði í­búum um 27,4% og hafa út­gjöld til þjónustu við íbúa einnig vaxið ört.

Fjölgaði stöðu­gildum hjá sveitar­fé­laginu við grunn­þjónustu hraðar en sem nemur fólks­fjölgun.

Viðsnúningur í rekstri en efnahagsumhverfi óhagstætt

Rekstrar­niður­staða fyrir af­skriftir og fjár­magns­liði á fyrstu sex mánuðum 2023 er já­kvæð um 595 milljónir, fyrir A og B hluta sam­stæðunnar, saman­borið við 437 milljónir allt árið 2022. Þar vinnur saman að tekjur eru meiri en á­ætlanir gerðu ráð fyrir og rekstrar­gjöld lægri.

Sveitar­fé­lagið fagnar því í frétta­til­kynningu en segir að ó­hag­stætt efna­hags­um­hverfi hafi tölu­verð á­hrif á rekstrar­niður­stöðuna.

„Á móti hafa fjár­magns­liðir hækkað mikið og heildar­niður­staða tíma­bilsins er því nei­kvæð um 1,3 milljarð á móti 1,25 milljarði í á­ætlun. Þar vegur þyngst hærri verð­bólga en gert var ráð fyrir í fjár­hags­á­ætlun,“ segir á vef Ár­borgar.

Uppsagnir og launalækkanir

Sveitar­fé­lagið kynnti fyrir í­búum í apríl verk­efnið „Brú til betri vegar“ til að reyna snúa rekstrinum við.

Sveitar­fé­lagið Ár­borg sagði upp ráðningar­samningum við 57 starfs­menn sveitar­fé­lagsins á sama tíma og til­kynnti um 5% launa­lækkun æðstu stjórn­enda, bæjar­stjóra og sviðs­stjóra. Verkefnið má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Brú til betri vegar:

  • Auka fram­legð af rekstri að jafnaði um 500 milljónir króna ár­lega
  • Skulda­við­mið sveitar­fé­lagsins verði komið undir 150% eins og lög kveða á um árið 2028
  • Til lengri tíma verði skulda­við­mið Ár­borgar ekki hærra en 120%
  • Launa­kostnaður Ár­borgar verði komið í 56% af rekstrar­tekjum árið 2025 en það er um 60% í dag
  • Seldar verða byggingar­lóðir og eignir fyrir 800 m. kr. 2023
  • Frá árinu 2024 er gert ráð fyrir að seldar verði eignir og byggingar­lóðir fyrir 300 m. kr. á ári.
  • Fjár­fest verði fyrir u. þ. b. 2 - 2,5 ma. kr. til ársins 2025 til að ljúka fjár­festingum við m. a. veitur, og grunn­skólann Stekkjar­skóla.
  • Á árunum 2026 - 2029 verði fjár­festingar Ár­borgar á bilinu 1,2 - 1,5 ma. kr. á ári.
  • Öll verk­efni og þjónusta sveitar­fé­lagsins verður endur­skoðuð og for­gangs­raðað með það að mark­miði að fjár­mál Ár­borgar verði aftur sjálf­bær.