Heildareignir einstaklinga á Íslandi árið 2023 námu 12.284 milljörðum króna og jukust um 14,5% eða um 1.556 milljarða. Sé leiðrétt miðað við verðlag ársins 2023 var aukningin 5,3%, að því er segir í frétt vef Hagstofunnar.

Heildareignir einstaklinga á Íslandi árið 2023 námu 12.284 milljörðum króna og jukust um 14,5% eða um 1.556 milljarða. Sé leiðrétt miðað við verðlag ársins 2023 var aukningin 5,3%, að því er segir í frétt vef Hagstofunnar.

Hlutur fasteigna í heildareignum taldi 9.659 milljarða króna og hækkaði að nafnverði um 15,5% á milli ára. Eigið fé fjölskyldna jókst um 17,9% og nam 9.134 milljörðum króna árið 2023.‏

Heildarskuldir töldu 3.150 milljarða króna árið 2023, samanborið við 2.980 milljarða árið 2022. Heildarskuldir fjölskyldna jukust um 5,7% að nafnverði en lækkuðu um 2,8% ef miðað er við fast verðlag.

Meðaltal eigna var 48,4 milljónir króna á framteljanda og miðgildi 9,9 milljónir. Meðalskuldir námu 12,4 milljónum króna og miðgildi var 600 þúsund krónur.

Eignir teljast sem allar eignir fjölskyldu, þ.m.t. fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Verðmæti fasteigna miðast við fasteignamat og hlutabréf eru á nafnvirði.