Langisjór, sem á m.a. Ölmu íbúðafélag, fjárfestingarfélagið Brimgarða og sælgætisgerðina Freyju, tapaði einum milljarði króna árið 2023 samanborið við 3,9 milljarða króna hagnað árið 2022.

Í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi Langasjávar segir að það sé sammerkt með fasteignafélögum samstæðunnar, byggingarverkefnum og landbúnaðarstarfsemi að um sé að ræða fjárfreka starfsemi. Háir vextir hafa því verulega neikvæð áhrif á afkomuna.

„Það eru ekki margar fjárfrekar atvinnugreinar sem geta þrifist til lengdar á jafn háum raunvöxtum og við búum við í dag á Íslandi,“ segir stjórn Langasjávar.

„Kannski eru skilaboð yfirvalda þau að það sé best að útvista allri framleiðslu til útlanda og Íslendingar einbeiti sér bara að innflutningsverslun og þjónustu. Það verður svo alltaf svigrúm til að fjölga ríkisstarfsmönnum þegar starfsmönnum fækkar á hinum almenna vinnumarkaði.“

„Lifa í þeirri von“ að peningastefnunefnd sé framsýn

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði