Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi, var skipaður í stjórn Partylands á hluthafafundi sem fór fram í lok apríl.

Á sama tíma var Jón Skaftason skipaður stjórnarformaður félagsins og Guðjón Kjartansson sömuleiðis skipaður í stjórnina.

Þeir tveir eiga hvor um sig þriðjungshlut í versluninni og Stefán Ragnar Guðjónsson á eftirstandandi þriðjungshlut.

Partyland, sem opnaði í Holtagörðum í lok árs 2023, er hluti af alþjóðlegri keðju verslana sem sérhæfa sig í vörum fyrir veisluhald. Partyland-verslunin í Holtagörðum varð við opnunina sú stærsta í Evrópu.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.