„Þetta leggst mjög vel í okkur og fer vel af stað,“ segir Skúli Mogensen, athafnamaður og fyrrverandi eigandi Wow Air, sem um liðna helgi opnaði formlega sjóböðin í Hvammsvík, Hvalfirði. „ Það var „soft-opening“ um helgina svo við erum ekki enn búin að auglýsa af neinum krafti, og ekkert til erlendra ferðamanna. Förum rólega af stað meðan verið er að þjálfa starfsfólk og starfsemin er slípuð til.“ Skúli og fjölskylda hafa verið mjög spennt að opna sjóböðin fyrir gesti og leyfa sem flestum að njóta Hvammsvíkur. Skúli keypti jörðina af Orkuveitunni árið 2011 fyrir 230 milljónir króna og frá árinu 2016 hefur jörðin verið lokuð fyrir umferð almennings. Sjóböðin eiga sér langa sögu en þau voru fyrst hlaðin af bandarískum hermönnum í síðari Heimstyrjöldinni, pottunum var lokað árið 2013 vegna slæmrar umgengni

Verkefnið hefur átt sér nokkurn aðdraganda en gamla náttúrulaugin í fjöruborðinu í Hvammsvík hefur verið vinsæl á meðal ferðamanna, sjósundsfólks og göngugarpa lengi. „Fyrsta helgin gekk mjög vel og við virtust allir gestanna vera mjög ánægðir með þetta, stöðugur straumur. Gaman að sjá hve mikið af sveitungum og fólk úr sumarbústaðahverfunum í kring hafi komið og prófað böðin, maður er manns gaman", bætir Skúli við.

Nánar er rætt við Skúla í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið en í blaðinu er einnig fjallað um:

  • Action Vehicles, fyrirtæki sem sérhæfir sig í alhliðabílalausnum fyrir kvikmyndageirann.
  • Umfjöllun um digra sjóði Vals eftir uppbygginguna á Hlíðarenda.
  • Úttekt á rafskútum sem eru tífalt fleiri á götunum en fyrir tveimur árum.
  • Rætt er við Arna Má Snorrason nýjan framkvæmdastjóra Sæplasts í Evrópu.
  • Fjallað um umtalsverðar og vaxandi tekjur þáttastjórnenda af hlaðvörpum.
  • Rætt er við framkvæmdastjóra Crowberry Capital um metár í fjárfestingu í íslenskum sprotum.
  • Týr fjallar um sjálfbæra svikamyllu sósíalista.
  • Huginn og muninn eru á sínum stað sem og Óðinn sem fjallar um afrek Samkeppniseftirlitsins.
  • Jón Daníelsson fjallar um svokallaða sýndnarstjórn regluverksins á fjármálakerfinu.
  • Fjallað um áform forsætisráðherra um setningu heildarlaga um rýni á beinum erlendum fjárfestingum sem hafa mætt verulegri gagnrýni.