Leiti eignarhaldsfélag, móðurfélag Stjörnunnar ehf. sem rekur veitingastaði Subway á Íslandi, hagnaðist um 213 milljónir króna á síðasta ári.

Til samanburðar tapaði Leiti 431 milljón árið 2020, sem má einkum rekja til þess að Hæstiréttur dæmdi dótturfélagi þess að greiða þrotabúi EK1923 ehf. 324 milljónir auk vaxta. Hagnaðurinn í fyrra skýrist af stórum hluta af 220 milljóna söluhagnaði og matsbreytingu hlutabréfa.

Eignir Leitis voru bókfærðar á 3,3 milljarða í lok síðasta árs. Eigið fé jókst úr 238 milljónum í 466 milljónir á milli ára. Félagið er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.