Skúli Skúlason, varaformaður stjórnar Play, keypti 0,7% hlut í flugfélaginu Play á föstudaginn síðasta fyrir 10 milljónir króna í gegnum eignarhaldsfélag sitt Fea ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Viðskiptablaðið greindi frá umræddum viðskiptum í lok síðustu viku en þau fóru fram á genginu 0,755 krónur á hlut. Hlutabréfaverð Play féll um 28,3% í síðustu viku og var 0,76 króna dagslokagengi félagsins á föstudaginn það lægsta í sögu félagsins.

Play birti ársuppgjör á mánudaginn í síðustu viku og síðar í vikunni tók gengið að lækka, sem gera má ráð fyrir að tengist umfjöllun um athugunarmerkingu Kauphallarinnar á Play í tengslum við ábendingar endurskoðanda í ársreikningi félagsins.

Play sendi frá sér tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem það sagðist harma óskýr­ar til­kynn­ing­ar og frétta­flutn­ing um rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins.

Fea er næst stærsti einstaki hluthafi Play með 124,9 milljónir hluta, eða um 6,6%, sem er um 93,7 milljónir króna að markaðsvirði.

Þess má geta að Skúli keypti síðast hlutabréf í Play í lok október í kjölfar talsverðrar lækkunar á hlutabréfaverði flugfélagsins.

Stærstu hluthafar Play í lok janúar

Hluthafi Hlutir Í %
Birta lífeyrissjóður 195.791.322 10,35%
Fea ehf. 111.700.903 5,91%
Stoðir hf. 110.000.000 5,82%
Leika fjárfestingar ehf. 93.596.040 4,95%
Landsbankinn hf. 71.205.671 3,76%
IS EQUUS Hlutabréf 65.779.384 3,48%
Íslandsbanki,safnskráning 2 63.000.000 3,33%
Gnitanes ehf. 55.555.556 2,94%
Einir ehf. 55.555.556 2,94%
IS Hlutabréfasjóðurinn 49.748.023 2,63%
Lífsverk lífeyrissjóður 48.457.787 2,56%
TM tryggingar hf. 39.096.324 2,07%
Pólaris ehf. 36.483.333 1,93%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 34.000.000 1,80%
Rea ehf. 33.333.333 1,76%
Eignarhaldsfélagið Mata hf. 31.937.974 1,69%
Akta Stokkur hs. 31.705.094 1,68%
VÍS tryggingar hf. 31.514.661 1,67%
IS Einkasafn D 27.179.064 1,44%
Festa - lífeyrissjóður 27.136.986 1,44%