Sky Lagoon baðlónið á Kársnesinu í Kópavogi velti nærri fimm milljörðum króna á síðasta ári, en til samanburðar nam velta baðlónsins rúmlega 3,3 milljörðum króna árið 2022. Tekjur félagsins jukust því um tæplega 49% á milli ára. Hagnaður síðasta árs nam 946 milljónum og rúmlega tvöfaldaðist frá fyrra ári er hagnaður nam 410 milljónum króna.

Lónið opnaði í lok apríl árið 2021 og var árið 2022 því fyrsta heila rekstrarár í sögu þess. Árið 2021 var félagið rekið með níu milljóna króna tapi. Samanlagt hefur Sky Lagoon því hagnast um rúmlega 1,3 milljarða frá opnun. Þá nemur samanlögð velta baðlónsins hátt í 10 milljörðum króna frá því að það opnaði dyr sínar fyrir gestum.

Sky Lagoon baðlónið á Kársnesinu í Kópavogi velti nærri fimm milljörðum króna á síðasta ári, en til samanburðar nam velta baðlónsins rúmlega 3,3 milljörðum króna árið 2022. Tekjur félagsins jukust því um tæplega 49% á milli ára. Hagnaður síðasta árs nam 946 milljónum og rúmlega tvöfaldaðist frá fyrra ári er hagnaður nam 410 milljónum króna.

Lónið opnaði í lok apríl árið 2021 og var árið 2022 því fyrsta heila rekstrarár í sögu þess. Árið 2021 var félagið rekið með níu milljóna króna tapi. Samanlagt hefur Sky Lagoon því hagnast um rúmlega 1,3 milljarða frá opnun. Þá nemur samanlögð velta baðlónsins hátt í 10 milljörðum króna frá því að það opnaði dyr sínar fyrir gestum.

Rekstrargjöld námu 3,9 milljörðum króna og jukust um rúmlega milljarð á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 1,1 milljarði, samanborið við 487 milljónir árið áður.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að Sky Lagoon hafi séð mikla eftirspurn gesta frá bæði heimamönnum og alþjóðlegum gestum með heilbrigðum vexti miðað við árið 2022 og í samræmi við fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.