Atvinnuleysi í Bretlandi hefur aukist og er hefur nú ekki verið jafn mikið í tvö og hálft ár. Þar í landi mælist atvinnuleysi 4,4% en slíkar tölur hafa ekki sést síðan í september 2021.

Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi héldu laun áfram að hækka og er búist við að laun muni taka fram úr verðlagshækkunum.

Atvinnuleysi í Bretlandi hefur aukist og er hefur nú ekki verið jafn mikið í tvö og hálft ár. Þar í landi mælist atvinnuleysi 4,4% en slíkar tölur hafa ekki sést síðan í september 2021.

Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi héldu laun áfram að hækka og er búist við að laun muni taka fram úr verðlagshækkunum.

Breska hagstofan segir að tölurnar sýni merki um að vinnumarkaðurinn sé að kólna og að fjölda lausra stöðugilda sé að fækka þrátt fyrir launavöxt. Reglulegar tekjur í Bretlandi hafa nú hækkað um 6% milli ára og þegar verðbólga er tekin til greina hafa laun hækkað um 2,9%.

Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af starfsmannaskorti í Bretlandi en hagkerfið upplifir nú mikla óvirkni meðal fullorðinna sem hafa gefist upp á vinnumarkaðnum eftir heimsfaraldur.