Verðbólguálag á skulda­bréfa­markaði hefur haldist afar hátt frá því að peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hóf vaxtalækkunar­ferli sitt í byrjun október í fyrra.

Sam­hliða þessu hækkaði vísi­tala neyslu­verðs um 0,93% á milli mars og apríl og mældist verðbólga á árs­grund­velli 4,2%. Sé tekið til­lit til óvissuálags er markaðurinn að verð­leggja verðbólgu í kringum 3,5% til 4% næstu árin.

Þrátt fyrir að verðbólguálagið gæti verið að ein­hverju leyti tengt fram­boði og eftir­spurn á markaði er þetta einn af þeim þáttum sem peninga­stefnu­nefndin mun horfa til við vaxtaákvörðun síðar í mánuðinum.

Sér­fræðingar á mörkuðum telja lík­legt að peninga­stefnu­nefnd bankans muni lækka vexti um 25 punkta í lok mánaðarins en óbreyttir vextir eru þó enn inni í myndinni.

Áskrif­endur geta lesið ítar­lega greiningu Við­skipta­blaðsins um verðbólguálag á skulda­bréfa­markaði og yfir­vofandi vaxtaákvörðun peninga­stefnu­nefndar hér.