Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur haldist afar hátt frá því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt í byrjun október í fyrra.
Samhliða þessu hækkaði vísitala neysluverðs um 0,93% á milli mars og apríl og mældist verðbólga á ársgrundvelli 4,2%. Sé tekið tillit til óvissuálags er markaðurinn að verðleggja verðbólgu í kringum 3,5% til 4% næstu árin.
Þrátt fyrir að verðbólguálagið gæti verið að einhverju leyti tengt framboði og eftirspurn á markaði er þetta einn af þeim þáttum sem peningastefnunefndin mun horfa til við vaxtaákvörðun síðar í mánuðinum.
Sérfræðingar á mörkuðum telja líklegt að peningastefnunefnd bankans muni lækka vexti um 25 punkta í lok mánaðarins en óbreyttir vextir eru þó enn inni í myndinni.
Áskrifendur geta lesið ítarlega greiningu Viðskiptablaðsins um verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og yfirvofandi vaxtaákvörðun peningastefnunefndar hér.