Níu ára gamall Deadpool-tölvuleikur fyrir PlayStation 4 hefur rokið upp í verði eftir að kvikmyndin Deadpool & Wolverine kom út í síðustu viku.

Samkvæmt fréttamiðlinum BBC hafa aðdáendur greitt allt að 20 þúsund krónur fyrir leikinn á eBay og hafa óopnuð eintök selst fyrir hátt í 60 þúsund krónur.

Níu ára gamall Deadpool-tölvuleikur fyrir PlayStation 4 hefur rokið upp í verði eftir að kvikmyndin Deadpool & Wolverine kom út í síðustu viku.

Samkvæmt fréttamiðlinum BBC hafa aðdáendur greitt allt að 20 þúsund krónur fyrir leikinn á eBay og hafa óopnuð eintök selst fyrir hátt í 60 þúsund krónur.

Leikurinn, sem kom fyrst út árið 2013 fyrir PlayStation 3 og Xbox 360, er ekki fáanlegur í gegnum stafrænt niðurhal og verða því leikmenn að ná sér í diskinn sjálfan. Endurútgáfa var svo gefin út árið 2015 en það er eintakið sem slegist er um á netinu.

Á sínum tíma fékk leikurinn mjög góðar viðtökur frá gagnrýnendum. Samkvæmt PriceCharting, sem fylgist með sölu leikja á netinu, var einnig hægt að kaupa leikinn fyrir aðeins 1.600 krónur árið 2018 þegar seinni Deapool-myndin kom út.

Nýjasta kvikmyndin, Deadpool & Wolverine, þénaði meira en 444 milljónir dala yfir opnunarhelgina sem er sjötta stærsta miðasöluopnun frá upphafi.