Fjórtán gild framboð bárust til stjórnar Festi, sem kjörin verður á hluthafafundi næstkomandi fimmtudag, þar á meðal allir fimm sitjandi stjórnarmenn og þeir fjórir henni til viðbótar sem tilnefndir voru. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun.

Auk nímenninganna sem tilnefnd voru af tilnefningarnefnd félagsins bjóða sig fram þau Helga Jóhanna Oddsdóttir, Herdís Pála Pálsdóttir, Hjörleifur Pálsson, Óskar Jósefsson og Viðar Örn Traustason.

Sjá einnig: Festi boðar stjórnarkjör

  • Helga Jóhanna hefur starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna frá ársbyrjun 2020. Þar áður stýrði hún og vann fyrir eigin ráðgjafafyrirtæki. Hún sat auk þess í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins frá 2020 til 2021 og hefur frá því á síðasta ári verið varamaður í stjórn Kviku banka og Samorku.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði