Pete Riggs, forstjóri Pita Pit og öldungarþingmaður í Idaho-ríki, mun taka við sem forstjóri skyrfyrirtækisins Thor‘s Skyr. Hugmyndin að samstarfinu er að bjóða upp á heilbrigðari valkosti á þeim 60 veitingastöðum sem Pita Pit rekur í Bandaríkjunum.

Thor‘s Skyr var stofnað árið 2021 af Unnari Helga Daníelssyni, Hafþóri Júlíusi Björnssyni og Hollywood-leikurunum Dylan Sprouse og Terry Crews en markmiðið var að færa hágæða íslenskt skyr yfir á bandarískan markað.

Hugmyndin að Thor‘s Skyr fæddist á veitingastaðnum Icelandic Street Food við Lækjargötu 8, sem Unnar stofnaði einnig árið 2017. Þar var ferðamönnum boðið upp á skyr á morgnana við góðar undirtektir.

„Ég hafði alltaf haft mér þennan ameríska draum og vildi komast inn á Bandaríkjamarkað. Svo sá ég hversu vinsælt skyrið var á Icelandic Street Food og hugsaði með mér að það gæti verið lykillinn,“ segir Unnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.