Írski hag­fræðingurinn David McWilli­ams segir Íra hafa sloppið við hug­mynda­fræði­legar deilur um fyrir­tækja­skatta þar sem lítið var um fjár­magn eða stór­fyrir­tæki í landinu.

„Í Bret­landi, Frakk­landi og Þýska­landi er hug­mynda­fræði­legur á­greiningur um fyrir­tækja­skatta. Vinstri menn segja skatt­leggið fyrir­tækin upp í topp á meðan hægri menn segja látið þau í friði. Við sluppum við þá um­ræðu því það voru engin stór­fyrir­tæki á Ír­landi,“ segir McWilliams í samtali við Financial Times.

Fyrir­tækja­skattur á Ír­landi var ó­breyttur í 12,5% í tvo ára­tugi, 2003 til 2023 en Írar voru ný­verið þvingaðir af OECD, með stuðningi Ís­lands, til að hækka skattinn í 15%. OECD lagði á „al­heims­fyrir­tækja­skatta“ sem eru að lág­marki 15% á fyrir­tæki með yfir 750 milljón evra veltu.

Þessi stefna Íra hefur skilað þeim þúsund milljarða af­gangi af rekstri ríkis­sjóðs á meðan ís­lenska ríkið, sem tvö­faldaði fyrir­tækja­skatta hér­lendis eftir hrun, verður rekið með halla til ársins 2028.

Írski hag­fræðingurinn David McWilli­ams segir Íra hafa sloppið við hug­mynda­fræði­legar deilur um fyrir­tækja­skatta þar sem lítið var um fjár­magn eða stór­fyrir­tæki í landinu.

„Í Bret­landi, Frakk­landi og Þýska­landi er hug­mynda­fræði­legur á­greiningur um fyrir­tækja­skatta. Vinstri menn segja skatt­leggið fyrir­tækin upp í topp á meðan hægri menn segja látið þau í friði. Við sluppum við þá um­ræðu því það voru engin stór­fyrir­tæki á Ír­landi,“ segir McWilliams í samtali við Financial Times.

Fyrir­tækja­skattur á Ír­landi var ó­breyttur í 12,5% í tvo ára­tugi, 2003 til 2023 en Írar voru ný­verið þvingaðir af OECD, með stuðningi Ís­lands, til að hækka skattinn í 15%. OECD lagði á „al­heims­fyrir­tækja­skatta“ sem eru að lág­marki 15% á fyrir­tæki með yfir 750 milljón evra veltu.

Þessi stefna Íra hefur skilað þeim þúsund milljarða af­gangi af rekstri ríkis­sjóðs á meðan ís­lenska ríkið, sem tvö­faldaði fyrir­tækja­skatta hér­lendis eftir hrun, verður rekið með halla til ársins 2028.

Af­gangur af rekstri ríkis­sjóðs Ír­lands í ár er um 9 milljarðar evra sem sam­svarar 1.356 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Fjár­laga­frum­varp Sigurðar Inga Jóhanns­sonar gerir ráð fyrir halla af rekstri ríkis­sjóðs Ís­lands til ársins 2028. Sam­kvæmt frum­varpinu þarf að taka ný lang­tíma­lán fyrir um 165 milljarða á næsta ári. Markaðs­aðilar segja það van­mat og að raun­út­gáfu­þörfin fari lík­legast yfir 200 milljarða.

Á næstu tveimur árum eru um 460 milljarða króna af­borganir á gjald­daga en lík­legt er að gjald­dagar skulda­bréfa og víxla verði endur­fjár­magnaðir.

„Efna­hagur Ír­lands er byggður þannig upp að það verði á­vallt af­gangur af rekstri ríkis­sjóðs,“ segir hag­fræðingurinn David McWilli­ams við FT.

„Stefnan byggist á því að ef þú opnar dyrnar fyrir erlendum stórfyrirtækjum, færð þau til landsins á grundvelli lágra skatta og þau síðan selja vörur til 300 milljón manns í Evrópu þá eru miklar líkur á að þú endir með vænan afgang af fyrirtækjasköttum,“ segir McWilliams og bætir hjákátlega við að þetta sé eitthvað sem írskir hagfræðingar vilji ekki að aðrir Evrópubúar átti sig á.

Í fyrra nam nettó fyrir­tækja­skattur á Ír­landi eftir endur­greiðslur til fyrir­tækja 23,8 milljörðum evra.

Sam­svarar það 3.582 milljörðum ís­lenskra króna en um 80% af þeirri upp­hæð kom frá er­lendum fé­lögum sem sjá hag sínum best borgið á Ír­landi.

Til saman­burðar eru heildar­út­gjöld ríkis­sjóðs Ís­lands fyrir næsta ár á­ætluð um 1.490 milljarðar króna.

Stór tækni­fyrir­tæki hafa séð hag sinn á Ír­landi á síðustu árum en þar er nú að finna starfstöðvar Meta, Goog­le, Intel, Face­book, Micros­oft, og Dell svo dæmi séu tekin.

Írar föttuðu það greini­lega langt á undan Ís­lendingum að smá biti af risa­köku er betri en stór biti af smá­köku.

Þessi frétt er hluti af lengri umfjöllun Viðskiptablaðsins um fyrirtækjaskatta á Írlandi og Íslandi. Áskrifendur geta lesið fréttina hér.