Tollar Trump eiga að hvetja, eða neyða, fyrirtæki til að færa framleiðslu sína til Bandaríkjanna. Síðast í morgun hótaði Trump 25% tolli á síma Apple.
En málið er flóknara fyrir smærri fyrirtæki þar sem þau hafa einfaldlega ekki bolmagn til að flytja framleiðsluna heim.
Þau segja að jafnvel þó vilji sé til að flytja framleiðsluna til Bandaríkjanna þá sé hráefni í framleiðsluna sé ófáanlegt í Bandaríkjunum.
Wall Street Journal ræddi við eigendur lítils framleiðanda á pússlum, Le Puzz. Fyrirtækið er staðsett í Brooklyn í New York og framleiða vörur sínar í Kína.
Eigendurnir útskýra hversu flókin aðfangakeðjan sé til að framleiða eitt pússluspil og það sé nær ómögulegt fyrir þau að færa framleiðsluna til Bandaríkjanna.