Eftirspurn eftir lúxusvarningi hefur dregist saman síðustu misseri.

Eftirspurn eftir lúxusvarningi hefur dregist saman síðustu misseri.

Ástæðan er að á sama tímapunkti hefur orðið samdráttur í sölu í Kína, Bandaríkjunum og Evrópu en 70% sölunnar á heimsvísu er til neytenda þaðan. Einnig hækkuðu framleiðendur verð meira en góðu hófu gegnir í heimsfaraldrinum og er það að koma niður á þeim núna.

Wall Street Journal greinir frá því að verð á lúxusvarningi sé 55% hærra en það var árið 2019. Nú hafa nokkrir framleiðendur, eins og Burberry og Gucci, ákveðið að framleiða súper smátöskur (e. super mini purse) til þess að ná til nýrra neytenda og auka söluna. Þessari handtöskur, sem eru litlu stærri en seðlaveski, kosta „einungis” um 1.000 dollara eða 135 þúsund krónur.