Fjölmiðlatorgið ehf., sem tók við rekstri DV.is og tengdra vefmiðla í fyrra, tapaði 745 þúsund krónum eftir skatta á síðasta ári.
Tekjur félagsins námu 225,8 milljónum króna í fyrra. Rekstrargjöld voru 226,3 milljónir, en þar af voru laun og tengd gjöld um 193 milljónir.
Eignir Fjölmiðlatorgsins námu rúmum 96 milljónum króna í árslok 2023, samanborið við 10,7 milljónir árið áður. Hækkunin skýrist annars vegar af 18 milljóna króna hlutafjáraukningu og hins vegar af 51 milljónar króna lántöku frá tengdum aðila. Eigið fé Fjölmiðlatorgs var 15 milljónir í lok síðasta árs.
Fjölmiðlatorg er í eigu Hofgarða ehf., fjárfestingarfélags Helga Magnússonar. Hann var aðaleigandi Torgs ehf., fyrrum útgáfufélags Fréttablaðsins, DV.is og fleiri miðla, sem fór í þrot í apríl 2023.
Þegar tilkynnt var um að Torg hefði ákveðið hætta útgáfu Fréttablaðsins og hætta útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar kom fram að rekstur DV.is og tengdra vefmiðla yrði haldið áfram í félaginu Fjölmiðlatorgið ehf. sem var stofnað í september 2022.
Í kjölfarið var greint frá því að félag í eigu Helga Magnússonar hefði keypt rekstur DV á 420 milljónir króna.
Auk DV.is heldur Fjölmiðlatorgið úti vefmiðlunum Hringbraut, Pressunni, Eyjunni, Iceland Magazine og 433.is.
Lykiltölur / Fjölmiðlatorgið ehf.
2022 |
0 |
2,6 |
-2,6 |
-3,2 |
10,7 |
-2,2 |
12,9 |