Aðspurður segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise, kaup á öðrum félögum en Þekkingu hafa komið til skoðunar. Í sumar gengu kaup upplýsingatæknifyrirtækisins á Þekkingu, sem starfaði í sama geira, í gegn.

Jóhannes segir Þekkingu hafa fallið vel að starfsemi Wise, auk þess sem ekki skemmdi fyrir að félagið var rétt eins og Wise með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

Aðspurður segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise, kaup á öðrum félögum en Þekkingu hafa komið til skoðunar. Í sumar gengu kaup upplýsingatæknifyrirtækisins á Þekkingu, sem starfaði í sama geira, í gegn.

Jóhannes segir Þekkingu hafa fallið vel að starfsemi Wise, auk þess sem ekki skemmdi fyrir að félagið var rétt eins og Wise með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

„Þegar við horfðum á þá kosti sem voru á markaðnum sáum við að félögin pössuðu mjög vel saman.“

Þá auðveldi það ferlið að Þekking sé hrein viðbót við Wise, þ.e. að ekki sé um sameiningu sambærilegra rekstrareininga að ræða.

„Við kynntum skýra stefnu í upphafi um hvernig við myndum gera Þekkingu að nýju rekstrarlausnasviði hjá Wise og hvernig við myndum byggja fyrirtækið upp til framtíðar. Það hjálpar til í ferlinu þegar kynnt er fyrir fólki með hvaða hætti við séum að fjárfesta til framtíðar í vexti og nýrri sókn. Eins og í öllum umbreytingarverkefnum hafa komið upp áskoranir sem við höfum lagt áherslu á að leysa hratt og vel.“

Hann segir samþættingu Wise og Þekkingar hafa gengið vel en sú vinna sé enn í fullum gangi.

„Við finnum fyrir meðbyr frá viðskiptavinum og starfsfólki. Við höfum haldið reglulegar kannanir meðal starfsfólks í gegnum samrunann og niðurstöður þeirra gefa til kynna að starfsfólk sé almennt jákvætt gagnvart breytingunum.”

Fjögurra ára vaxtarvegferð

Wise og Þekking höfðu að sögn Jóhannesar nær staðið í stað tekjulega séð í nokkur ár áður en Adira festi kaup á félögunum.

„Við teiknuðum upp fjögurra ára vegferð til að umbreyta Wise yfir í að verða leiðandi upplýsingatæknifélag á Íslandi. Þessari vegferð hafa fylgt mörg stór verkefni og við höfum þurft að verja töluverðum fjárhæðum til að gera félagið í stakk búið fyrir framtíðarvöxt. Frá kaupum Adira hafa allar Business Central fjárhagslausnir Wise verið endurskrifaðar, til að laga þær að skýjalausnum Microsoft. Það færir viðskiptavinum okkar lægri rekstrarkostnað og meiri sveigjanleika.“

Vöxturinn hafi einnig kallað á miklar fjárfestingar í innviðum.

„Til þess að geta stækkað var nauðsynlegt að horfa inn á við og styrkja okkur þar. Þá höfum við fjárfest í stofnun nýrra félaga á borð við Wisefish. Wisefish var áður vara innan raða Wise en í dag er það orðið öflugt sjálfstætt félag í mikilli sókn, með um 40 manns í vinnu hér á Íslandi sem og erlendis. Að auki var Wise Baltics stofnað í Vilníus í Litháen til að styrkja hugbúnaðarþróunina sem og Wise Courier sem færir viðskiptavinum okkar öfluga og hagkvæma skeytamiðlun.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild hér.