Smurfit Kappa, breski pappírs- og papparisinn, mun afskrá sig í Kauphöllinni í Lundúnum og skrá sig í Kauphöllina í New York sem hluti af 20 milljarða dala sameiningu fyrirtækisins við bandaríska keppinaut sinn Westrock
Smurfit bætist þar við í hóp stórfyrirtækja sem hafa flúið bresku Kauphöllina á síðustu mánuðum. Byggingarvörurisinn Ferguson og sementsframleiðandinn CRH færðu skráningu sína nýverið hinu megin við Atlantshafið.
ARM valdi Nasdaq
Á sama tíma styttist í að hálfleiðaraframleiðandinn ARM, vonarstjarna breskra tæknifyrirtækja, skrái sig á Nasdaq eftir að hafa verið í einkaeigu árum saman.
Smurfit Kappa og Westrock verða skráð sameiginlega sem Smurfit Westrock í NYSE.
Hlutabréf Smurfit Kappa féllu um 10% í Kauphöllinni í Lundúnum eftir tilkynninguna á meðan hlutabréf Westrock hinum megin við hafið hækkuðu um 8%.