„Loksins tókst ein­hverjum að finna góð not fyrir til­gangs­lausustu iðju hluta­bréfa­markaðarins,“ skrifar Jason Zweig, pistla­höfundur The Wall Street Journal í dag.

Zweig fjallar þar um á­­kvörðun stjórnar skyndi­­bita­­keðjunnar Chi­pot­­le að gefa út jöfnunar­hluta­bréf (e. stock split) í lok mars­­mánaðar.

Stjórnin ákvað að fimm­tíu­falda fjölda útgefinna hluta en út­gáfa jöfnunar­hluta­bréfa er sjaldan spennandi iðja á markaði þar sem virði eignarhlutar hvers hluthafa breytist ekki.

„Loksins tókst ein­hverjum að finna góð not fyrir til­gangs­lausustu iðju hluta­bréfa­markaðarins,“ skrifar Jason Zweig, pistla­höfundur The Wall Street Journal í dag.

Zweig fjallar þar um á­­kvörðun stjórnar skyndi­­bita­­keðjunnar Chi­pot­­le að gefa út jöfnunar­hluta­bréf (e. stock split) í lok mars­­mánaðar.

Stjórnin ákvað að fimm­tíu­falda fjölda útgefinna hluta en út­gáfa jöfnunar­hluta­bréfa er sjaldan spennandi iðja á markaði þar sem virði eignarhlutar hvers hluthafa breytist ekki.

Það er þó ekki ó­al­gengt að gengi skráðra fé­laga hækki eftir út­gáfu jöfnunar­hluta­bréfa þar sem fjár­festar telja lík­legt að velta muni aukast eftir út­gáfuna.

Þetta gerðist í lok mars þegar Chi­pot­le tilkynnti að til stæði að fimm­tíu­falda út­gefið hluta­fé. Gengi fé­lagsins hækkaði um 3,5% beint í kjöl­farið og rauk upp í 2.800 dali á hlut.

Einn hlutur í Chi­pot­le stendur nú í 2.890 dölum, sem sam­svarar um 401 þúsund krónum.

Þetta er þó ekki á­stæða þess að Zweig hrósar stjórn Chi­pot­le heldur ætlar fyrir­tækið að gefa öllum rekstrar­stjórum og starfs­mönnum með 20 ára starfs­reynslu hluta­bréf sam­hliða út­gáfu jöfnunar­bréfanna.

Ef Chi­pot­le hefði ekki gefið út jöfnunar­hluta­bréf hefðu mögu­leikar fyrir­tækisins á að gefa starfs­mönnum hluta­bréf verið tak­markaðir.

Zweig tekur dæmi og segir að ef fyrir­tækið myndi vilja gefa starfs­mönnum 1.000 dali, sem sam­svarar um 139 þúsund krónum á gengi dagsins, hefði Chi­pot­le þurft að gefa þeim brot af hluta­bréfi.

Marc Hodak, með­eig­andi hjá um­bunar­ráð­gjafar­fyrir­tækinu Farient Advis­ors, segir í sam­tali við WSJ að það sé í raun „klunna­legt“ að gefa starfs­mönnum brot af hluta­bréfi og því stundi fyrir­tæki það ekki.

En með út­gáfu jöfnunar­bréfanna getur fyrir­tækið auð­veld­lega breytt starfs­mönnum sínum í hlut­hafa. Ef enn sé miðað við 1000 dali myndi hver starfs­maður eignast rúm­lega 17 hluti miðað við nú­verandi gengi fé­lagsins. Án út­gáfunnar myndi hver starfs­maður fá 0,35 hluti.

Þó að undir­liggjandi virði sé það sama er það allt annað í augum starfs­manna að eiga 17 hluti í fyrir­tækinu en brot af hundraðshluta.

Að mati Zweig er út­færsla stjórnarinnar því afar snjöll en hann vonar einnig til þess að fleiri fyrirtæki fari sambærilegar aðgerðir.

Fyrir efnahagshrunið voru margir Bandaríkjamenn með of mikið sparifé sínu og lífeyri bundið í hlutabréf hjá vinnuveitendum sínum. Nú hefur pendúllinn sveiflast í hina áttina og eiga starfsmenn ekki nægilega mikið undir í fyrirtækjunum sem þeir vinna hjá.

Það er því að von að útgáfa Chipotle á jöfnunarbréfum verði til þess að fleiri fyrirtæki geri starfsmenn að hluthöfum.