Lands­réttur komst að þeirri niður­stöðu í dag að Snorri Ol­sen ríkis­skatt­stjóri og tveir starfs­menn skattsins þurfa ekki að gefa vitna­skýrslu við aðal­með­ferð í máli Kviku gegn Skattinum.

Kvika deilir við Skattinn um endur­á­kvörðun á fjár­hæðum stofns bankans til fjár­sýslu­skatts og trygginga­gjalds á til­teknu ára­bili sam­kvæmt úr­skurði ríkis­skatt­stjóra 30. nóvember 2021.

Kvika byggir dóm­kröfur sínar meðal annars á því að starfs­menn ríkis­skatt­stjóra hafi verið van­hæfir til að undir­búa og taka þá stjórn­valds­á­kvörðun sem fólst í úr­skurðinum þar sem starfs­mennirnir hafi haft veru­lega og sér­staka hags­muni af á­kvörðuninni með hlið­sjón af þá­gildandi launa­fyrir­komu­lagi hjá ríkis­skatt­stjóra: „Enda hafi þeir haft á­stæðu til að ætla að úr­lausn málsins hefði á­hrif á á­kvörðun um hvort þeir hlytu við­bótar­laun eða ekki.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði