Samfélagsmiðlar á borð við TikTok hafa keyrt áfram áhuga unglinga og yngri barna á snyrtivörum undanfarið. Algengt er þessa dagana að yngri viðskiptavinir sjáist í snyrtivöruverslunum á borð við Sephora, sem er uppáhaldsverslun táninga samkvæmt nýlegri könnun en þar kom einnig fram að unglingar eyddu 23% meira í snyrtivörur og ilmvörur árið 2023, samanborið við árið áður.

Artemis Patrick, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Sephora í Norður-Ameríku um mánaðamótin, segir áhuga yngri viðskiptavina bæði tækifæri og áskorun en þeim beri skylda til að fræða nýja kúnnahópinn um hvað henti hverju sinni. Að því er kemur fram í frétt New York Times telja sérfræðingar að snyrtivöruverslanir þurfi að tryggja að þörfum eldri kjarnakúnna sé mætt á sama tíma og tekið er á móti nýrri kynslóð.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði