Japanska eignarhaldsfélagið Softbank tapaði 5,9 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi, eða sem nemur 840 milljörðum króna.
Þar af tapaði hinn svokallaði Vision Fund sjóður á vegum félagsins 5,8 milljörðum dala á fjórðungnum, eða sem nemur 825 milljörðum króna. Þetta kemur fram í grein hjá Wall Street Journal.
Tap félagsins endurspeglar lækkun hlutabréfa í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum á borð við Uber, DoorDash og WeWork.