Japanska eignar­halds­fé­lagið Soft­bank á­ætlar að kaupa eigin bréf fyrir um 3,5 milljarða Banda­ríkja­dali eða um 483 milljarða ís­lenskra króna á næstu tólf mánuðum.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal sýna á­ætlanir fé­lagsins styrk japanskra fé­laga þrátt fyrir gengis­hrunið á mörkuðum í Asíu á mánu­daginn.

Á­kvörðun Soft­bank er lík­leg til þess að hafa já­kvæð á­hrif á hluta­bréf í Japan en eins og kunnugt er féll Nikkei-vísi­talan um 12,4% á mánu­daginn. Vísi­talan náði þó vopnum sínum í gær og hækkaði um 10% í við­skiptum gær­dagsins.

Hluta­bréfa­verð Soft­bank féll um þriðjung á mánu­daginn sé tekið mið af hæsta gengi fé­lagsins um miðjan júlí.

Árs­hluta­upp­gjör Soft­bank á fyrsta fjórðungi kom fjár­festum þó í opna skjöldu en eignar­halds­fé­lagið skilaði tapi annan fjórðunginn í röð.

Greiningar­aðilar höfðu spáð hóf­legum hagnaði á tíma­bilinu en fé­lagið tapaði 174 milljörðum jena sem sam­svara um 163 milljörðum króna á gengi dagsins.