Evrópski seðla­bankinn hækkaði megin­vexti sína um 25 punkta í dag í von um að ná þrá­látri verð­bólgu evru­svæðisins niður þrátt fyrir við­varanir um að frekari vaxta­hækkanir gætu valdið efna­hags­legum sam­drætti meðal aðildar­ríkja.

Um er að ræða tíunda hækkun bankans í röð en megin­vextir bankans eru nú 4% eftir að hafa verið nei­kvæðir í fyrra. Christine Lagar­de, for­stjóri Evrópska seðla­bankans, gaf þó merki um þetta gæti verið síðasta hækkun bankans í bili.

Á­vöxtunar­krafa skulda­bréfa á evru­svæðinu lækkaði og veiktist evran um 0,6% gagn­vart Banda­ríkja­dal í kjöl­farið af á­kvörðuninni.

Uppfæra verðbólguspá bankans

Fjár­festar voru ó­venju ó­sam­mála um hvort bankinn myndi halda vöxtum ó­breyttum eða hækka þá lítil­lega í að­draganda vaxta­á­kvörðunarinnar.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal byggir það á hversu mikil ó­vissa ríkir á evru­svæðinu um hvort háir vextir og minni hag­vöxtur muni hafa já­kvæð á­hrif á verð­bólguna.

Sam­kvæmt hag­spá bankans mun hægjast veru­lega á hag­vexti evru­svæðisins á árinu og þá mun bankinn ekki ná verð­bólgu­mark­miði sínu fyrr en í fyrsta lagi 2026.

Sam­kvæmt upp­færðri verð­bólgu­spá verður verð­bólga á evru­svæðinu 3,2% undir lok næsta árs í stað 3% en verð­hækkanir á orku- og elds­neyti spila þar stórt hlut­verk.

Fjár­festar búast við því að vextir bankans verði ó­breyttir fram að næsta sumri en verð­bólga á evru­svæðinu stóð í stað milli mánaða og mældist 5,3% í ágúst.