Á síðustu fimm árum hefur út­flæði úr hefð­bundnum vogunar­sjóðum náð yfir 150 milljörðum Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar um 21 þúsund milljörðum ís­lenskrar króna.

Sam­kvæmt Financial Times eru fjár­festar orðnir þreyttir á slæmu gengi vogunar­sjóða sem hafa ekki verið að skila betri á­vöxtun en hluta­bréfa­vísi­tölur vestan­hafs.

Um er að ræða vogunar­sjóði (e. long/short equity fund) sem ein­blína á að verja fjár­festa fyrir markaðs­sveiflum með því að fjár­festa og skort­selja eftir þörfum.

Á síðustu fimm árum hefur út­flæði úr hefð­bundnum vogunar­sjóðum náð yfir 150 milljörðum Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar um 21 þúsund milljörðum ís­lenskrar króna.

Sam­kvæmt Financial Times eru fjár­festar orðnir þreyttir á slæmu gengi vogunar­sjóða sem hafa ekki verið að skila betri á­vöxtun en hluta­bréfa­vísi­tölur vestan­hafs.

Um er að ræða vogunar­sjóði (e. long/short equity fund) sem ein­blína á að verja fjár­festa fyrir markaðs­sveiflum með því að fjár­festa og skort­selja eftir þörfum.

Fjár­festinga­stefna sem hefur verið við lýði frá árinu 1949 og oft kennd við Al­fred Winslow Jones en náði gríðar­legum vin­sældum á bjarnar­markaði tíunda ára­tugar síðustu aldar.

310 dalir eða 163 dalir?

Vel­gengnin fylgdi vogunar­sjóðunum inn á nýju öld þar sem þeir margir hverjir skort­seldu fyrir­tæki í net­bólunni.

Staðan vestan­hafs er þó allt önnur í dag en sjóðir sem spor­rekja hluta­bréfa­vísi­tölur hafa skilað mun betri á­vöxtun með minni þóknun.

Sam­kvæmt greiningu FT og Nas­daq e­Vest­ment myndi fjár­festir sem setti 100 dali í hefð­bundinn vogunar­sjóð fyrir tíu árum eiga 163 dali í dag. Ef sami fjár­festir hefði sett 100 dali í sjóð Vangu­ard sem spor­rekur S&P 500 vísi­töluna ætti hann 310 dali.

„Vogunar­sjóðurinn þarf ekki að skila betri á­vöxtun en S&P 500 á hverju ári en þú vilt þeir sigri vísi­tölurnar yfir lengri tíma,“ segir fram­kvæmda­stjóri líf­eyris­sjóðs í sam­tali við FT sem vill ekki koma fram undir nafni, enda með milljarða banda­ríkja­dala í vogunar­sjóðum vestan­hafs.

Sam­kvæmt FT eru fjár­festar orðnir þreyttir á af­sökunum síðast­liðinn ára­tug og hefur út­flæðið því aukist.

Síðustu 23 mánuði hefur nettó út­flæði verið úr hefð­bundnum vogunar­sjóðum og hafa eignir slíkra sjóða rýrnað um 723 milljarða dali, sam­kvæmt Nas­daq e­Vest­ment.

Stór hluti út­flæðisins hefur farið inn í fjöl­breyttari vogunar­sjóði sem eru ekki jafn háðir upp og niður­sveiflum hluta­bréfa­markaðarins.