Stjórn Solid Clouds hefur á­kveðið að fresta hluta­fjár­út­boðinu sem hófst í byrjun mánaðar en tölvu­leikja­fyrir­tækið stefndi að því að sækja allt að 400 milljónir króna með út­boðinu.

Í til­kynningu til Kaup­hallarinnar segir að á­skriftir í út­boðinu hafi verið undir væntingum stjórnar. Mun stjórn því leggja til við hlut­hafa­fund fé­lagsins í dag að aftur­kalla til­lögu þar um.

Segir fé­lagið að fjár­mögnunar­um­hverfi ný­sköpunar­fyrir­tækja sem um þessar mundir sé ekki hag­fellt og er því unnið að nýrri fjár­mögnunar­á­ætlun.

Arion Banki sá út­boðið sem hófst á mið­viku­daginn 30. ágúst og lauk á mið­nætti í gær.

Um lokað hluta­fjár­út­boð var að ræða þar sem einungis var aug­lýst er eftir á­skrift hæfra fjár­festa í út­boðinu.

Stjórn Solid Clouds hefur á­kveðið að fresta hluta­fjár­út­boðinu sem hófst í byrjun mánaðar en tölvu­leikja­fyrir­tækið stefndi að því að sækja allt að 400 milljónir króna með út­boðinu.

Í til­kynningu til Kaup­hallarinnar segir að á­skriftir í út­boðinu hafi verið undir væntingum stjórnar. Mun stjórn því leggja til við hlut­hafa­fund fé­lagsins í dag að aftur­kalla til­lögu þar um.

Segir fé­lagið að fjár­mögnunar­um­hverfi ný­sköpunar­fyrir­tækja sem um þessar mundir sé ekki hag­fellt og er því unnið að nýrri fjár­mögnunar­á­ætlun.

Arion Banki sá út­boðið sem hófst á mið­viku­daginn 30. ágúst og lauk á mið­nætti í gær.

Um lokað hluta­fjár­út­boð var að ræða þar sem einungis var aug­lýst er eftir á­skrift hæfra fjár­festa í út­boðinu.

Út­boðs­gengið var 7 krónur en Solid Clouds sótti sér 725 milljónir króna í frumút­boði í lok júní 2021 á út­boðs­genginu 12,5 krónur.

Gengi fé­lagsins á First North markaðnum í dag er 6,65 krónur.

Stefán Gunnars­son for­stjóri Solid Clouds sagði í síðustu viku að hluta­fjár­aukningunni væri ætlað að fjár­magna markaðs­her­ferð fyrir Star­born­e Fronti­ers tölvu­leik Solid Clouds og rekstrar­kostnað.

Í frumút­boðinu 2021 bárust alls til­boð að and­virði 2,8 milljarða króna frá rétt tæpum 2.700 til­vonandi fjár­festum en 32% hlutur var boðinn út, að með­taldri stækkunar­heimild sem var full­nýtt í ljósi mikillar eftir­spurnar.

Tap félagsins dróst saman milli ára

Sam­kvæmt upp­gjöri fyrir­tækisins fyrir fyrri hluta árs nam tap fé­lagsins fyrir skatta 62,6 milljónum í saman­burði við 35,5 milljóna tap árið áður.

Tekjur af tölvu­leikja­starf­seminni námu 9,9 milljónum króna sem er 47,7% hækkun frá árinu áður.

Rann­sóknar og þróunar­kostnaður var 174,5 milljónir sem er 3% minna en á tíma­bilinu í fyrra en fé­lagið á von á 128,6 milljóna skatta­af­slætti af rann­sóknar og þróunar­kostnaði.

Eigið fé fé­lagsins var 118,5 milljónir við lok tíma­bilsins.