Stjórn Solid Clouds hefur ákveðið að fresta hlutafjárútboðinu sem hófst í byrjun mánaðar en tölvuleikjafyrirtækið stefndi að því að sækja allt að 400 milljónir króna með útboðinu.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að áskriftir í útboðinu hafi verið undir væntingum stjórnar. Mun stjórn því leggja til við hluthafafund félagsins í dag að afturkalla tillögu þar um.
Segir félagið að fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem um þessar mundir sé ekki hagfellt og er því unnið að nýrri fjármögnunaráætlun.
Arion Banki sá útboðið sem hófst á miðvikudaginn 30. ágúst og lauk á miðnætti í gær.
Um lokað hlutafjárútboð var að ræða þar sem einungis var auglýst er eftir áskrift hæfra fjárfesta í útboðinu.
Stjórn Solid Clouds hefur ákveðið að fresta hlutafjárútboðinu sem hófst í byrjun mánaðar en tölvuleikjafyrirtækið stefndi að því að sækja allt að 400 milljónir króna með útboðinu.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að áskriftir í útboðinu hafi verið undir væntingum stjórnar. Mun stjórn því leggja til við hluthafafund félagsins í dag að afturkalla tillögu þar um.
Segir félagið að fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem um þessar mundir sé ekki hagfellt og er því unnið að nýrri fjármögnunaráætlun.
Arion Banki sá útboðið sem hófst á miðvikudaginn 30. ágúst og lauk á miðnætti í gær.
Um lokað hlutafjárútboð var að ræða þar sem einungis var auglýst er eftir áskrift hæfra fjárfesta í útboðinu.
Útboðsgengið var 7 krónur en Solid Clouds sótti sér 725 milljónir króna í frumútboði í lok júní 2021 á útboðsgenginu 12,5 krónur.
Gengi félagsins á First North markaðnum í dag er 6,65 krónur.
Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds sagði í síðustu viku að hlutafjáraukningunni væri ætlað að fjármagna markaðsherferð fyrir Starborne Frontiers tölvuleik Solid Clouds og rekstrarkostnað.
Í frumútboðinu 2021 bárust alls tilboð að andvirði 2,8 milljarða króna frá rétt tæpum 2.700 tilvonandi fjárfestum en 32% hlutur var boðinn út, að meðtaldri stækkunarheimild sem var fullnýtt í ljósi mikillar eftirspurnar.
Tap félagsins dróst saman milli ára
Samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri hluta árs nam tap félagsins fyrir skatta 62,6 milljónum í samanburði við 35,5 milljóna tap árið áður.
Tekjur af tölvuleikjastarfseminni námu 9,9 milljónum króna sem er 47,7% hækkun frá árinu áður.
Rannsóknar og þróunarkostnaður var 174,5 milljónir sem er 3% minna en á tímabilinu í fyrra en félagið á von á 128,6 milljóna skattaafslætti af rannsóknar og þróunarkostnaði.
Eigið fé félagsins var 118,5 milljónir við lok tímabilsins.