Tölvuleikjafyrirtækið Soldid Clouds hefur lækkað um 26,17% á First North í morgun í mjög litlum viðskiptum.

Gengi félagsins er nú 5,5. Viðskiptin í dag eru aðeins tvö og veltan 68 þúsund krónur. Félagið hefur lækkað um 31,68% frá áramótum. Heildarvirði félagsins í dag er 1.013 milljónir króna.

Fór á markað sumarið 2021

Solid Clouds sótti sér 725 milljónir króna í frumútboði í lok júní 2021. Eftir útboðið var markaðsverð fyrirtækisins um 2,3 milljarða króna. Það var svo skráð á First North og fyrsti viðskiptadagurinn var 12 júlí.

Félagið sendi frá sér tilkynningu um miðjan febrúar. Þar sagði að Starborne Frontiers, nýi tölvuleikur þess, væri nú orðinn aðgengilegur öllum í snjallforritaverslun Apple og Google. Jafnframt sagði að um væri að ræða fyrsta skrefið í útgáfuferli leiksins.