Hlýtt veður er sögð vera ástæða þess að breski efnahagurinn hefur vaxið um 0,5% á þessu ári en sala hefur verið töluverð á krám, veitingastöðum og í byggingariðnaði. Á aðeins örfáum mánuðum, eða frá apríl til júní, stækkaði breska hagkerfið um 0,2%.
Verkföll hafa hins vegar sett ákveðið strik í reikninginn og óttinn við samdrátt í landinu vofir enn yfir íbúum Bretlandseyja.
Bretland hefur hingað til náð að forðast samdrátt eftir að hagkerfið náði að vaxa um 0,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins en hún er hins vegar eina landið af G7-þjóðunum sem hefur ekki séð landsframleiðslu sína snúa aftur í eðlilegt horf eftir heimsfaraldur.
James Smith, rannsóknastjóri hjá Resolution Foundation, segir að 0,2% hagvöxturinn sem Bretar sáu milli apríl og júní hafi sýnt ákveðna þrautseigju meðal íbúa. Hann bætir þó við að þó svo að þjóðin hafi náð að afstýra samdrætti þá munu margar fjölskyldur í landinu ekki sjá mikinn mun í ljósi verðhækkana og hækkandi húsnæðiskostnaði.
Margir kráareigendur segjast hins vegar vera að glíma við tvenns konar erfiðleika. Á einum enda þurfa þeir að mæta auknum launa- og orkukostnaði og á hinum endanum hafa hærri vextir og verðbólga haft áhrif á útgjöld viðskiptavina.
Ruth Gregory, aðstoðaryfirhagfræðingur Bretlands, segir að þó svo að vöxtur hafi átt sér stað í Bretlandi geti þær tölur verið misvísandi. „Frídagurinn (konungsfjölskyldan), óvenju hlýtt veður og núverandi verkföll gera það að verkum að erfitt er að dæma um raunverulega stöðu hagkerfisins.“