Sóltún heilbrigðisþjónusta, eignarhaldsfélag í kringum rekstur hjúkrunarheimilanna Sóltúns og Sólvangs, hagnaðist um 287 milljónir króna í fyrra, samanborið við 451 milljón árið 2022. 

Eignir félagsins voru bókfærðar á 632 milljónir í árslok 2023 og eigið fé nam 484 milljónum en hlutafé var lækkað um 2,1 milljarð á árinu. Halla Thoroddsen er forstjóri Sóltúns en félagið er í eigu Íslenskrar fjárfestingar.