Sölustjóri danska brugghússins Royal Unibrew var í morgun dæmdur fyrir fjársvik á árunum 2015 til 2023.
Samkvæmt danska viðskiptamiðlinum Børsen sveik hinn 41 árs gamli Martin Joo Kofoed alls 29 milljónir danskra króna, eða tæplega 600 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins, af vinnuveitanda sínum á tímabilinu.
Kofoed bjó til gervipantanir í tölvukerfi Royal Unibrew og lét brugghúsið greiða reikninga sem á yfirborðinu litu út fyrir að vera sendir frá viðskiptavinum. Um var að ræða félag sem var í eigu félaga hans Pelle Vest Hansen sem einnig var sakfelldur í morgun.
Sölustjóri danska brugghússins Royal Unibrew var í morgun dæmdur fyrir fjársvik á árunum 2015 til 2023.
Samkvæmt danska viðskiptamiðlinum Børsen sveik hinn 41 árs gamli Martin Joo Kofoed alls 29 milljónir danskra króna, eða tæplega 600 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins, af vinnuveitanda sínum á tímabilinu.
Kofoed bjó til gervipantanir í tölvukerfi Royal Unibrew og lét brugghúsið greiða reikninga sem á yfirborðinu litu út fyrir að vera sendir frá viðskiptavinum. Um var að ræða félag sem var í eigu félaga hans Pelle Vest Hansen sem einnig var sakfelldur í morgun.
Viðskiptasamband Royal Unibrew og einkahlutafélags Hansen var upphaflega með lögmætum hætti en fyrir um tíu árum síðan komust þeir félagar að því að hægt væri að flytja fé á milli með því að búa til gervipantanir.
„Frá þeim tímapunkti var ákveðið að gefa í,“ sagði Kofoed fyrir dómi sem jafnframt sagði að innra eftirliti brugghússins væri ábótavant.
Á þeim átta árum sem félagarnir sviku út fé næstum vikulega var einungis ein greiðsla sem yfirmaður Kofoed óskaði eftir frekari skýringum á.
Kofoed var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi á meðan Hansen fékk tveggja ára dóm. Tvær konur voru einnig ákærðar í málinu en samkvæmt Børsen á eftir að dæma í máli þeirra.