Á sama tíma og ofurtollar bandarískra stjórnvalda tóku gildi í nótt hófst flótti fjárfesta frá stöðum sínum í bandarískum skuldabréfum. Krafan á tíu ára bandarísk ríkisskuldabréf skaust upp í 4,51% en lækkaði svo í 4,37%.
Tíu ára bréfin er helsta viðmið lánsfjármagnskostnaðar í alþjóðahagkerfinu. Krafan fór niður fyrir 4% eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um tollaáform sín hefur svo hækkað í kjölfar vaxandi trú fjárfesta að samdráttur sé óumflýjanlegur í Bandaríkjunum vegna tollastefnu Trump og að verðbólga vestanhafs fari á ný hækkandi.
Í umfjöllun Financial Times er haft eftir sérfræðingum á markaði að auka óvissunnar þá hafi vogunarsjóðir verið að vinda ofan af stöðum í framvirkum samningum með tíu ára bréfin og skylda gerninga í miklu mæli og það vekji upp áleitnar spurningar um hvort að tollastefna forsetans og afleiðingar hennar komi til að grafa undan þeirri miklu sérstöðu sem bandarísk hafa haft í alþjóðahagkerfinu.