Rafbílaframleiðandinn Tesla seldi 462.890 bíla á þriðja ársfjórðungi sem er samkvæmt The Wall Street Journal í takt við spár greiningaraðila.
Sölutölur á fyrsta og öðrum ársfjórðungi voru undir væntingum og voru fjárfestar byrjaðir að hafa áhyggjur af því að stærð félagsins væri komin að þolmörkum.
Viðsnúningur á þriðja ársfjórðungi eru því sögð jákvæð teikn.
Samkvæmt WSJ er aukin sala í Kína að hafa jákvæð áhrif á sölutölur félagsins. Tesla seldi 6,4% fleiri bíla á þriðja ársfjórðungi í ár en í fyrra en viðgerðarstarfsemi í verksmiðjum félagsins hægði á framleiðslu þriðja ársfjórðungs í fyrra.
Ef fyrstu níu mánuðir ársins eru skoðaðir hefur Tesla skilað færri bílum til kaupenda en í fyrra.
Hlutabréfaverð Tesla lækkaði um 5% í utanþingsviðskiptum eftir að sölutölurnar voru birtar en gengi félagsins hefur verið á ágætu skriði síðustu mánuði eftir lækkanir í ársbyrjun.