Raf­bíla­fram­leiðandinn Tesla seldi 462.890 bíla á þriðja árs­fjórðungi sem er sam­kvæmt The Wall Street Journal í takt við spár greiningar­aðila.

Sölu­tölur á fyrsta og öðrum árs­fjórðungi voru undir væntingum og voru fjár­festar byrjaðir að hafa á­hyggjur af því að stærð fé­lagsins væri komin að þol­mörkum.

Við­snúningur á þriðja árs­fjórðungi eru því sögð já­kvæð teikn.

Raf­bíla­fram­leiðandinn Tesla seldi 462.890 bíla á þriðja árs­fjórðungi sem er sam­kvæmt The Wall Street Journal í takt við spár greiningar­aðila.

Sölu­tölur á fyrsta og öðrum árs­fjórðungi voru undir væntingum og voru fjár­festar byrjaðir að hafa á­hyggjur af því að stærð fé­lagsins væri komin að þol­mörkum.

Við­snúningur á þriðja árs­fjórðungi eru því sögð já­kvæð teikn.

Sam­kvæmt WSJ er aukin sala í Kína að hafa já­kvæð á­hrif á sölu­tölur fé­lagsins. Tesla seldi 6,4% fleiri bíla á þriðja árs­fjórðungi í ár en í fyrra en við­gerðar­starf­semi í verk­smiðjum fé­lagsins hægði á fram­leiðslu þriðja árs­fjórðungs í fyrra.

Ef fyrstu níu mánuðir ársins eru skoðaðir hefur Tesla skilað færri bílum til kaup­enda en í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Tesla lækkaði um 5% í utan­þings­við­skiptum eftir að sölu­tölurnar voru birtar en gengi fé­lagsins hefur verið á á­gætu skriði síðustu mánuði eftir lækkanir í árs­byrjun.