Fyrrverandi hluthafar Kerecis munu fá greiðslu upp á 20 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 2,8 milljörðum króna, á næstu dögum.

Upphaflega var áætlað að greiðslan yrði 15 milljónir dala, en hún hækkar nú um 5 milljónir dala, um 700 milljónir króna á núverandi gengi, í kjölfar þess að Coloplast og fulltrúar seljenda samþykktu endanlegan útreikning á veltufjármunum Kerecis á kaupdegi. Þar með hækkar söluvirði Kerecis um sömu upphæð, 700 milljónir króna.

Þetta kemur fram í bréfi sem Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, sendi síðastliðinn föstudag til fyrrum hluthafa félagsins, sem flestir eru íslenskir fjárfestar.

Tilkynnt var um kaup alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast á ísfirska fyrirtækinu í júlí í fyrra, en kaupverðið var 1,3 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 180 milljarða króna. Um var að ræða næststærstu fyrirtækjasölu Íslandssögunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.

Fyrrverandi hluthafar Kerecis munu fá greiðslu upp á 20 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 2,8 milljörðum króna, á næstu dögum.

Upphaflega var áætlað að greiðslan yrði 15 milljónir dala, en hún hækkar nú um 5 milljónir dala, um 700 milljónir króna á núverandi gengi, í kjölfar þess að Coloplast og fulltrúar seljenda samþykktu endanlegan útreikning á veltufjármunum Kerecis á kaupdegi. Þar með hækkar söluvirði Kerecis um sömu upphæð, 700 milljónir króna.

Þetta kemur fram í bréfi sem Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, sendi síðastliðinn föstudag til fyrrum hluthafa félagsins, sem flestir eru íslenskir fjárfestar.

Tilkynnt var um kaup alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast á ísfirska fyrirtækinu í júlí í fyrra, en kaupverðið var 1,3 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 180 milljarða króna. Um var að ræða næststærstu fyrirtækjasölu Íslandssögunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.